Lýðræðisbúðir á Sólheimum- ÓKEYPIS Námskeið – Gisting og matur innifalinn

Dagana 11-18. maí 2015 verður haldið námskeið/vinnutofa fyrir ungt fólk í Evrópu á aldrinum 18-29 ára á Sólheimum. Markmiðið er að vekja ungt fólk til umhugsunar um þátttöku í lýðræðislegu og umhverfisvænu samfélagi. Sesseljuhús á Sólheimum er í samstarfi við samtök frá þremur löndum og verða þátttakendur um 28 manns frá Íslandi, Spáni, Ítalíu og Portúgal.
Við höfum pláss fyrir tvo stráka og tvær stelpur.

Námskeiðið er frítt.
Matur og gisting er innifalin allan tímann.
Gisting: tveggja til þriggja manna herbergi
Umsóknarfrestur er til 24.apríl.
Upplýsingar eru veittar í síma 4226080 og sesseljuhus@solheimar.is
 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is