Laugardaginn 7 október Sólheimahlaupið og Frískir Flóamenn klukkan 13:00

Sólheimahlaupið og Frískir Flóamenn

 

Laugardaginn 7. október koma hlaupararnir Frískir Flóamenn til okkar og bjóða Sólheimabúum í hlaup frá Borg að Sólheimum, líkt og fyrri ár. Öllum er frjálst að taka þátt með því að hlaupa, labba eða hjóla.

Kl. 12:30 er mæting við Sólheimahús og er fólki ferjað á Borg.

Kl. 13:00 verður lagt af stað frá Borg. Þeir sem hjóla geta að sjálfsögðu hjólað báðar leiðir og þeir sem vilja fara styttri vegalengd geta fengið far hluta leiðarinnar

Hvíti bíllinn mun elta og flytja þá sem ekki komast alla leið!

Kl. 13:30 er mæting við Grænu könnuna fyrir þá sem vilja taka á móti hlaupurunum, MARK. Grænmeti og vatn fyrir þyrsta og smá athöfn í Grænu könnunni þegar Frískir Flóamenn munu afhenda framfarabikar sem þeir gáfu Sólheimum, en hann hlýtur Sólheimabúi sem hefur sýnt framfarir, góða ástundun í íþróttum eða allmennri hreyfingu og hefur verið hvetjandi og fyrirmynd.

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is