Laugardaginn 13. júlí Tónleikar í Sólheimakirkju Sigga Eyrún og Kalli Olgeirs klukkan 14:00

  1. júlí – Sigga Eyrún og Kalli Olgeirs K. 14:00

Sigga Eyrún og Kalli Olgeirs

Sigga Eyrún og Kalli Olgeirs hafa notið mikillar velgengni í tónlist og leikhúsi saman og í sitthvoru lagi. Þau voru til dæmis hársbreidd frá því að fara út fyrir Íslands hönd í Eurovision árið 2014 með lagið Lífið kviknar á ný sem þau sömdu saman.

Parið er þekkt fyrir að skapa skemmtilega og huggulega stemningu með tónlistarflutningi sínum.

Á dagskrá verða uppáhalds lög þeirra, sérstaklega valin fyrir tilefnið.

Þau eru mjög spennt að fá að koma á Sólheima og lofa frábærri skemmtun.

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is