Laugardaginn 12 ágúst Lífræni dagurinn frá klukkan 12:00-18:00

Lífræni dagurinn

Talið er að lífræn og lífelfd ræktun á norðurlöndum hafi fyrst farið fram á Sólheimum.

Við höldum upp á það á hverju sumri með lífræna deginum sem í ár er laugardagurinn 12 ágúst
Markaðurinn verður settur upp í versluninni Völu og verða allar Sólheimavörurnar til sölu með góðum afslætti. Hér getur þú gert góð kaup. Eldsmiður kemur og sýnir handbrað sitt. Teymt verður undir ljúfum hestum. Leiksvæði fyrir börnin og Tröllagarðinn skartar sínu fegursta, skátar verða með varðeld og tröllaseyði á hlóðum! 

Góða skemmtun

Tónleikar Ragga Bjarna og Þorgeirs Ástvaldssonar var flýtt að þeirra ósk og var  sunnudaginn 6. ágúst.

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is