Jamboree on the air! Laugardaginn 15. oktober klukkan 14:00 í Sesseljuhúsi

Jamboree on the air, skammstafað JOTA, er alheimsskátamót sem haldið er árlega þriðju helgina í október.
Skátamótið fer fram í gegnum fjarskiptastöðvar radíóamatöra og er um ein milljón skáta alls staðar í heiminum sem tekur þátt í mótinu.
Laugardaginn 15. október milli kl. 14:00 og 18:00 verður starfrækt JOTA stöð í Sesseljuhúsi á Sólheimum, með þátttöku Skátafélags Sólheima, Radíóskáta og þeirra sem áhuga hafa að taka þátt í þessu skátamóti.

Fjarskiptastofnun hefur gefið út leyfi fyrir rekstri stöðvarinnar með kallmerkinu TF-1-JAM og er Birgir Thomsen TF-1-BT loftskeytamaður og radíóamatör ábyrgðarmaður stöðvarinnar.

Komið endilega og njótið með okkur
 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is