Félagsstarf

felagsstarfÖflugt félagsstarf er ein megin stoðin í starfi Sólheima. Félagsstarfið er byggt upp fyrir alla íbúa Sólheima, ekki sérstaka hópa.  Að sjálfsögðu er veittur sá stuðningur sem þarf fyrir þá sem hann þurfa.

Fjölbreytt úrval félags- og menningarviðburða er í boði og er mikill fjöldi þeirra opinn fyrir gesti og gangandi.

Félags- og menningarstarf er orðinn einn mikilvægasti þátturinn í að vinna með öfuga blöndun.

Menningarveisla Sólheima er orðinn fastur liður í starfi Sólheima og mjög fjölsótt hátíð. Hátíð sem stendur frá byrjun júní og fram í byrjun ágúst. Þar eru á boðstólnum tónleikar, listsýningar, myndasýningar, umhverfissýningar, skoðunarferðir og fleira og fleira.

Menningarveislan er einstakt tækifæri fyrir íbúa Sólheima til að njóta þess sem gert er í samfélaginu ásamt því að vera vettvangur fyrir almenning að sækja Sólheima heim og sjá og njóta þess sem í boði er.

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is