Heimskaffi Íbúa Sólheima, Vigdísarhús Föstudaginn 31 mars klukkan 13-17

Nánar um fyrirkomulag kemur fljótlega

Heimskaffi, þar sem við komum saman allir íbúar

Ingunn frá Attentus mun ásamt samstarfskonu sinni leiða samveruna. 

Við byrjum á því að fara yfir niðurstöður þjónustukönnunar sem var gerð meðal heimilisfólks.  Síðan ætlum við að skipta okkur í hópa og vinna með nokkur þau helstu atriði sem komu fram í könnuninni.  Við ætlum að ræða saman um þau atriði, en gera það á nýstárlegan og spennadi hátt.  Við ætlum að nota Lego til að skiptast á skoðunum og til að koma hugmyndum okkar á framfæri. 

Að nota Lego í hugmynda- og stefnumótunarvinnu er ný leið sem er að ryðja sér til rúms. Heimilisfólk og starfsfólk, að segja frá, að hlusta og að kubba með Legó.  Ég er ekki bara sannfærður um að þetta eigi eftir að vera okkur gagnlegt heldur er ég viss um að þetta á eftir að verða svakalega skemmtilegt fyrir okkur öll. 

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is