Heilsuhelgi – Sál og líkami 10. – 12. mars 2017

Heilsuhelgi – Sál og líkami Qigong – Núvitund – Gleði Sólheimum, Grímsnesi 10. – 12. mars 2017

Nú gefst einstakt tækifæri til að fræðast um og iðka Qigong til heilsueflingar. Þátttakendur kynnast einnig núvitundaræfingum og aðferðum jákvæðrar sálfræði til að auka vellíðan. Þeir fá innsýn og prófa Qigong sjálfsnudd, sem losar um spennu og eykur orkuflæði líkamans. Kvöldsamverur verða föstudags- og laugardagskvöld. Qigong æfingar hafa verið stundaðar í Kína í yfir 5000 ár. Við ástundun Qigong drögum við að okkur hreina og tæra orku frá himni og jörðu. Æfingarnar byggja á öndun, hugleiðslu, hreyfingu og „bardaganum“ við okkur sjálf. Smám saman losa æfingarnar um andlega og líkamlega spennu. Eftir reglulega ástundun eykst orkan og kraftur til að framkvæma það sem okkur langar til. Við stöndum betur með okkur sjálfum – óhrædd.

Gunnar Eyjólfsson, leikari og Qigongmeistari, setti saman Qigong æfingakerfið, Gunnarsæfingarnar. Allir, ungir sem aldnir, geta gert og notið Qigong.

Frú Vigdísi Finnbogadóttur fv. forseti segir „Þorvaldur Ingi Jónsson býr yfir einstakri hæfni til að stjórna qigong æfingum af kunnáttu, festu og þeirri persónulegu útgeislun sem þær krefjast. Mér er af eigin reynslu ljúft að mæla með Þorvaldi Inga sem frábærum leiðbeinanda fyrir þá sem hafa huga á að kynna sér Qigong til að viðhalda góðri lífsorku og efla jákvæða lífsafstöðu“.

Nokkrar umsagnir þátttakenda af fyrri námskeiðum: „Við námskeiðslok líður mér yndislega, endurnærð, slök, glöð og full af orku“ „Námskeiðið var vel skipulagt, upplýsandi og æfingarnar nýtast vel til framtíðar“ „Jákvæð sálfræði og núvitund höfðaði mjög sterkt til mín“ „Mér líður mjög vel, hef lært mikið og hlakka til að tileinka mér Qigong betur“ „Þetta var mjög skemmtileg samvera með góðu og jákvæðu fólki sem þekktist ekki innbyrðis“ „Námskeiðið nýtist vel í alla staði, æfingar, fræðsla, góður félagsskapur og skínandi matseld – takk)“

Æfingar og fyrirlestrar verða í Sesseljuhúsi. Auk skipulagðrar dagskrár er innifalið í verðinu gisting í tveggja manna herbergjum með baði, matur, æfingabolur, frjáls afnot af sundaðstöðu og heitum potti staðarins.

Verð 33.000 kr. Ef ósk er að vera ein/n í herbergi er 12.000 kr. viðbótargjald. Námskeiðið og matur án gistingar 24.000 kr. Ath. Flest stéttarfélög veita styrk til heilsueflingar.

Hámarksfjöldi þátttakenda 16 manns.

Þátttakendur hafi með sér þægileg föt til æfinga og hlý útiföt. Leiðbeinendur og gestgjafar: Þorvaldur Ingi Jónsson (Qigong og skipulag), Sigurborg Hrönn Sævaldsdóttir (Matur og skipulag), Jóhanna Marín Jónsdóttir (Jákvæð sálfræði og núvitund) og Árni Áskelsson (Samvera og aðstoð). Hámarksfjöldi þátttakenda 16 manns. Skráning og nánari upplýsingar veitir Þorvaldur Ingi í síma 899-2430 og thor.ingi.jonsson@gmail.com. Mæting á föstudegi kl. 17:30, brottför á sunnudegi kl. 14. Upplýsingar á „facebook“ www.facebook.com/heilsuhelgi/?fref=ts 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is