Háskólalestin kemur í heimsókn

HÁSKÓLALESTIN býður öllum í Vísindaveislu
að SÓLHEIMUM Í GRÍMSNESI

Laugardaginn 15.ágúst kl 14 – 17

Fjör og fræði fyrir alla, konur og kalla, börn og fullorðna!

Háskólalest Háskóla Íslands hefur ferðast um Ísland undanfarin ár

við miklar vinsældir og hefur heimsótt samtals 25 staði um landið vítt og breitt.

Nú er komið að Sólheimum í Grímsnesi!

 

Heimamönnum og gestum er boðið í stórskemmtilega Vísindaveislu.

 • Frábærar tilraunir og óvæntar uppgötvanir!
 • Furðuspeglar og syngjandi skál
 • Japanskir búningar
 • Gestir fá nafnið sitt skrifað á japönsku
  • Leikir, vísindaþrautir og áskoranir
 • Stjörnur og sólir
  • Kristallar, steinar og eldgos
  • Við smíðum vindmyllur!
 • Mælingar og pælingar
 • Forritun og undratæki
  • Fjölmargt annað að sjá og heyra

Allir hjartanlega velkomnir – enginn aðgangseyrirHáskólalestin

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is