Fyrirmyndardagurinn á Sólheimum


Fyrirtæki Sólheimaseturs, Verslunin Vala, Eldhús, Hænsnabú og Garðyrkjustöðin Sunna tóku þátt í Fyrirmyndadeginum í samstarfi við Vinnumálastofnun á Suðurlandi. Vinnumálastofnun stóð fyrir Fyrirmyndardeginum og var hann haldinn síðasta föstudag, þann 24. nóvember. Dagurinn fór þannig fram að fyrirtæki og stofnanir fengu tækifæri til að bjóða atvinnuleitendum með skerta starfsgetu að vera gestastarfsmenn í einn dag eða hluta úr degi.

Upphaflega hugmyndin um þennan sérstaka dag er að írskri fyrirmynd. Þar hafa samtök Atvinnu með stuðningi innleitt Job Shadow dag með góðum árangri. Á þessum degi hafa atvinnuleitendur með skerta starfsgetu fengið tækifæri til að kynna sér fjölbreyttan starfsvettvang auk þess sem forsvarsmenn fyrirtækja hafa fengið tækifæri á að kynnast styrkleikum þeirra. Fyrirmyndardagurinn er mikilvægur liður í því að auka möguleika fólks á fjölbreyttri atvinnuþátttöku.

Sólheimar eru stoltir að geta tekið þátt og vekja athygli á atvinnuþátttöku fólks með fötlun.
 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is