Frumkvöðull Græna kortsins/Green Map heldur fyrirlestur í Sesseljuhúsi

Föstudaginn 11. sept. kl. 13:00 heldur Wendy Brawer stofnandi Green Map System (greenmap.org) fyrirlestur í Sesseljuhúsi um grænkortagerð sem tæki til grænvæðingar heimsins. Wendy hefur unnið til fjölda verðlauna og er m.a. á lista UTNE um „50 visionaries changing your world“.

Græn kort hafa nú verið þróuð í yfir 900 borgum, bæjum og samfélögum í 65 löndum. Náttúran.is stendur fyrir heimsókn Wendy til landsinsins í tilefni gangsetningar Græns Korts – Suður, apps um menningu, hagkerfi og náttúru á Suðurlandi. Vefþróunarfyrirtækið Náttúran.is hefur staðið að þróun Grænna korta hérlendis síðan árið 2008 en Grænt kort – Suður er fyrsta Grænkorta appið sem Náttúran.is þróar. Áður hefur Náttúran.is gefið Græn kort út í prent- og vefútgáfum (natturan.is/gm) og öppin HÚSIÐ og umhverfið og Endurvinnslukort. Náttúran.is fékk styrk frá Uppbyggingarsjóði Suðurlands til þróunar appsins en fyrirtækið hefur starfað á Suðurlandi frá stofnun árið 2006, fyrst á Selfossi, síðan í Ölfusi við Hveragerði og nú er það starfrækt í Alviðru, umhverfisfræðslusetri í Ölfusi. Náttúran.is er handhafi Kuðungsins, umhverfisviðurkenningar Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins árið 2012 og fékk Umhverfisverðlaun Ölfuss nú í ár.

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is