Fimmtudaginn 20. september Friðarhlaupið á Sólheimum klukkan 14:30

Allt að gerast! 

Friðarhlaupið stefnir þá á að koma í heimsókn á Sólheima fimmtudaginn 20.september.
hlaupið verður frá Kerhólsskóla og reiknað með að vera komin að Grænu könnunni um kl.14.30.  
Allir sem vilja slást í för með okkur þaðan (eða part af þeirri leið) til ykkar, hvort sem er hlaupandi eða hjólandi.

Við sjáum fyrir okkur að heimsóknin geti tekið allt að klukkutíma. Við myndum segja aðeins frá Friðarhlaupinu, syngja lag Friðarhlaupsins og svo eru nokkrir leikir sem við myndum vilja bjóða fólki að fara í með okkur sem tengjast málefninu. Allir myndu fá að halda á logandi friðarkyndlinum. Ef þið viljið undirbúa eitthvað eins og skreytingar, tónlist, söng eða leik – í raun nánast hvað sem er – þá væri það gaman. Það væri fínt að vera úti ef veður leyfir, en ef ekki gæti verið gott að hafa í bakhöndinnni að safnast saman inni og þá helst á stað þar sem við megum hafa kveikt á friðarkyndlinum. Eftir heimsóknina eða um kl.15.30 hleypur Friðarhlaupið áfram og endar þennan dag á vegamótum Sólheimavegs og Biskupstungnabrautar með stefnuna á Reykholt. Allir eru velkomnir að fylgja okkur úr hlaði, nokkur skref, eða nokkrar mínútur.

 

Ég staðfesti jafnframt að við viljum gefa Reyni Pétri verðlaunin „Kyndilberi friðar“ (á ensku „Torch Bearer Award“). Þetta eru verðlaun sem alþjóðlega friðarhlaupið hefur veitt inspirerandi einstaklingum um víða veröld, sjá hér: http://www.peacerun.org/torch-bearer-award/


Friðarhlaupið,  https://www.peacerun.org/is/
Reynitré plantað og Reynir Pétur heiðraður, boðberi friðar.

Friðarhlaupið (Sri Chinmoy Oneness-Home Peace Run) er alþjóðlegt 
kyndilboðhlaup. Tilgangur hlaupsins er að efla frið, vináttu og skilning 
manna og menningarheima á milli. Sem tákn um þessa viðleitni bera 
hlaupararnir logandi kyndil, sem berst manna á milli í þúsundum 
byggðarlaga í yfir hundrað löndum. Friðarhlaupið safnar ekki fé og 
leitar ekki eftir stuðningi við pólitískan málstað. Markmið hlaupsins 
er einfaldlega að auka meðvitund um að friður, vinátta og skilningur 
hefst í hjarta hvers og eins.

Friðarhlaupið er skipulagt af sjálfboðaliðum, en talsmaður 
Friðarhlaupsins er Carl Lewis, nífaldur ólympíugullverðlaunahafi. Meðal 
annarra sem stutt hafa hlaupið má nefna Nelson Mandela, Mikhail 
Gorbachev, Móður Teresu og Desmond Tutu.

Allir velkomnir að taka þátt..

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is