Sólheimakirkja

solheimakirkja1Öflugt starf hefur verið í Sólheimakirkju  og  guðþjónustur annan hvern sunnudag allt árið.  Kirkjan hefur  verið vel nýtt fyrir giftingar, skírnir og fermingar. Kirkjugarður er við Sólheimakirkju. 

Öflugt tónlistarstarf er í Sólheimakirkju allt árið og er fjöldi kóra sem heimsækir Sólheima og heldur tónleika í kirkjunni.  Á Menningarveislu Sólheima sem stendur frá byrjun júní og fram í byrjun ágúst eru tónleikar í kirkjunni alla laugardaga.


 • Það  eru allir velkomnir í Sólheimakirkju
 • Vígð 3.júlí 2005
 • Arkitekt Sólheimakirkju er Árni Friðriksson hjá ASK arkitektastofu í Reykjavík
 • Aðrir hönnuðir eru Jón Guðmundsson verkfræðingur og Þór Stefánsson rafmagnstæknifræðingur
 • Fyrsta skóflustunga að Sólheimakirkju var tekin 30. júní árið 2000 af frú Magneu Þorkelsdóttur og dr. Sigurbirni Einarssyni biskupi.
 • Framkvæmdir hófust í ágúst árið 2002
 • Kirkjan var vígð af Herra Karli Sigurbjörnssyni biskupi Íslands, þann 3. júlí árið 2005, á sjötugasta og fimmta afmælisári Sólheima
 • Sólheimakirkja er 238 m2 að stærð, rúmtak hennar eru 1160 m3
 • Veggir eru steinsteyptir með torfhleðslu að utan. Þak kirkjunnar er úr timbri klætt með þakpappa og rekavið. Burðarvirki í þaki eru límtré.
 • Efnisval til byggingarinnar er í samræmi við þá stefnu Sólheima, að nota vistvæn efni
 • Kirkjan rúmar 168 manns í sæti niðri en á lofti er aðstaða fyrir 26 manns, samtals 194
 • Í anddyri er skrúðhús, fatahengi, salerni, ræsti- og tengiherbergi
 • Umsjón með smíði kirkjunnar höfðu þeir Agnar Guðlaugsson þáverandi framkvæmdastjóri Sólheima og Þorvaldur Kjartansson húsasmíðameistari
 • Kirkjan er í Mosfellsprestakalli. Sóknarprestur er Sr. Egill Hallgrímsson
 • Í nóvember 2004 var sr. Helga Helena Sturlaugsdóttir kölluð sem prestur til starfa að Sólheimum og þjónaði hún fram í september árið 2005
 • Í október 2005 var sr. Birgir Thomsen kallaður til starfa sem prestur Sólheima og þjónaði til 31. des. 2015
 • Sr. Jóhanna Magnúsdóttir var vígð til Sólheima 15. nóvember 2015 og starfaði þar fram í  ágúst  2016
 • Sr. Sveinn Alfreðsson var ráðin sérþjónustuprestur til Sólheima frá 1. september 2016 – 2019
 • Kirkjan er fjármögnuð af Styrktarsjóði Sólheima með peninga og efnisgjöfum einstaklinga og fyrirtækja. Kirkjan var skuldlaus á vígsludegi
 • Eigandi og ábyrgðaraðili að rekstri kirkjunnar eru Sólheimar
 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is