Skógræktarstöðin Ölur

olurSkógræktarstöðin Ölur er eina lífrænt vottaða skógræktarstöðin á Íslandi.

Það er talsvert meiri vinna að koma upp trjáplöntum með lífrænum aðferðum en á móti eru lífrænt ræktaðar plöntur með sterkt rótarkerfi og því lífvænlegar. Ekki síður er þetta vistvæn aðferð þar sem ekki eru notuð kemísk efni heldur er náttúran látin sjá um að næra og verja plöntuna.  Skógræktarstöðin Ölur tók formlega til starfa þann 27 apríl 1991.

Mikil aukning hefur verið á undanförnum árum í sölu á trjám og plöntum til sumarbústaðaeigenda, nágranna og annarra gesta sem oft koma langt að til að fá sterkar og fallegar plöntur hjá Ölri.  Skógræktarstöðin er nefnd eftir trjátegund sem nefnist Ölur og er stolt trjáræktarræktunarinnar. Eftirspurn eftir þessari fallegu plöntu vex stöðugt. 

Framleiðsla á forræktuðu salati og kryddjurtum til að planta í potta á svölum eða í garðinn hefur verið aukin. Enda eru fleiri og fleiri að átta sig á hagkvæmninni við að hafa nýtt og blandað salat eða nýtt ferskar kryddjurtir við höndina meðan matseldinni er sinnt.

Framleiðsla Ölurs er fjölbreytt og eru helstu tegundir í ræktun:

  • Ölur ýmsar tegundir
  • Alaskaösp
  • Ilmbjörk
  • Reynir, ýmsar tegundir
  • Víðir, ýmsar tegundir
  • Furur, ýmsar tegundir
  • Greni, ýmsar tegundir
  • Blómstrandi runnar
  • Forrætkað krydd og kál

Á Sólheimum er hafin tilraunaræktun á mismunandi tegundum ávaxtatrjáa í samstarfi við Garðyrkjufélag íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands og verða gróðursett tré víða á Sólheimasvæðinu.

Sólheimar eru aðili að Bændaskógum í umsjón Suðurlandsskóga og hefur Ölur haft umsjón með ræktun, plöntun og umhirðu skógræktarsvæðisins. Plöntunin hófst 1991 og er ræktað á 200 hektara svæði í landi Sólheima.


 Á svæði skógræktarstöðvarinnar er trjásafn þar sem áhugasamir ræktendur geta gengið á milli fjölbreyttra trjátegunda skoðað hvað hentar við eigin ræktun.

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is