Byggðin

OLYMPUS DIGITAL CAMERAÁ Sólheimum er sjálfbært samfélag með skýra og jákvæða ímynd sveitaþorps sem einkennist af gróðursæld, aðlaðandi útfærslu opinna rýma auk mannvirkja sem falla vel inn í landslagið.

Á Sólheimum er tryggt rými fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði, þannig að fjölbreytt mannlíf og atvinnulíf geti áfram vaxið og þróast.

Á Sólheimum eru kjörnar aðstæður til útivistar og samveru sem stuðla að heilbrigði og vellíðan íbúa.

Byggðahverfið á Sólheimum byggir á fjórum grunn þáttum.

Samfélagið

Á Sólheimum er samheldið og fjölbreytt samfélag, þar sem hver einstaklingur er mikilvægur og hefur hlutverki að gegna. Traust og virðing ríkir milli manna og íbúum og gestum líður vel.

Atvinnulífið
Á Sólheimum er atvinnustarfsemi byggð á lífrænni ræktun, garðyrkju og matvælaframleiðslu, handverki og iðnaði úr náttúruafurðum, auk náttúru og heilsutengdri ferðaþjónustu.

Náttúran
Á Sólheimum er náttúrnni sýnd virðing og leitast við að vernda náttúrulega ferla eins og unnt er.

Menningarlífið
Á Sólheimum er öflugt menningarlíf tengt fjölbreyttum listgreinum ásamt umhverfistengdri fræðslustarfsemi, sem styrkir tengsl samfélagsins bæði inn á við og út á við.

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is