Blíðfinnur á Sólheimum, kl. 15:00

Leikfélag Sólheima sýnir Blíðfinn í Íþróttaleikhúsinu á Sólheimum.
Leikritið byggir á tveimur fyrstu bókum Þorvalds Þorsteinssonar (1960 – 2013).
Aðalpersónan er drengurinn Blíðfinnur og fjallar sagan um ævintýraför hans þar sem hann rekst á marga kynlega kvisti og einkennileg fyrirbæri. Bækur Þorvaldar hafa verið þýddar á fjölda tungumála og fengið barnabókaverðlaun. Þorvaldur skrifaði einnig Skilaboðaskjóðuna sem sýnd var á Sólheimum árið 2013. Reynir Pétur Steinunnarson Sólheimabúi samdi tónlistina í verkinu sem hann mun flytja með dyggri aðstoð. Eins mun hann leika frumsamda tónlist sína fyrir sýningar.

Með leikstjórn verksins fer Þórný Björk Jakobsdóttir.

Næstu sýningar

Laugardagur 2. maí kl 15:00
Sunnudagur 3. maí kl 15:00 – lokasýning.

Verð
1.500 kr. fullorðnir
800 kr. börn 7-12 ára
Frítt fyrir yngri börn.

Miðapantanir í síma: 847-5323

Opið verður í kaffihúsinu Grænu könnunni og versluninni Völu.
Menningarveisla verður svo í allt sumar.

Verið hjartanlega velkomin.
Sólheimar 85 ára afmæli 1930-1915.

 

 

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is