ART-is verkefnið fær viðurkenningu Erasmus+

ART-is verkefnið á Sólheimum fékk í gær gæðaviðurkenningu Erasmus+. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra og Margrét Sverrisdóttir afhentu viðurkenninguna sem Lárus Sigurðsson og Ólafur Benediktsson tóku á móti. 
Í greinargerð Erasmus+ segir um verkefnið:
„Markmið verkefnisins ART-is var skýrt: Að stuðla að sjálfsþekkingu einstaklinga með sérþarfir og gera verk þeirra og líf sýnilegt í gegnum listirnar. Lárus Sigurðsson ábyrgðarmaður verkefnisins hjá Sólheimum í Grímsnesi segir tilgang þess hafa verið að vekja athygli á stöðu og virkni fatlaðra ísamfélaginu go veita þeim tækifæri til listrænnar tjáningar í alþjóðlegu umhverfi. Þátttakendur frá átta löndum komu að verkefninu en þeir voru allir á vegum samtaka sem vinna með fólki með fatlanir eða sérþarfir.“
Nánar um viðurkenninguna hér.

Mynd 7 Mynd 4Mynd 3 Mynd 2 Mynd 1 Mynd 6
 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is