Ævintýrakistan

Leikfélags Sólheima sýnir nýtt íslenskt barnaleikrit, Ævintýrakistan
Höfundur er leikstjórinn Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson og tónlistina semur Þröstur Harðarson, kokkur á Sólheimum.
Í Ævintýrakistunni eru sett saman þrjú þekkt Grimms ævintýri, Gullgæsin, Stígvélaði kötturinn og Brimarborgarhljómseitin. Rúmur helmingur íbúa og starfsmana Sólheima koma á einhvern hátt að sýningunni.
Uppselt var á Frumsýninguna, sumardaginn fyrsta, frábær stemming og mikið klappað.

Nú eru einungis tvær sýningar eftir:

Laugardaginn 29 apríl og lokasýning verður sunnudaginn 30 apríl
Sýningar eru í Íþróttaleikhúsinu á Sólheimum, byrja kl. 14.00 og taka um klukkutíma, ekki missa af nýju íslensku barnaleikriti.
Miðasalan er í síma 847 5323 eða solheimar@solheimar.is
www.solheimar.is

Opið verður í kaffihúsinu Grænu könnunni og versluninni Völu á sýningardögum, Verið hjartanlega velkomin og njótið. 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is