Sólheimar

Sólheimar eru einstakt samfélag.

Á Sólheimum búa og starfa saman rúmlega 100 manns. 

Verkefnin eru mörg og það hafa allir mikilvægu hlutverki að gegna.

Sesselja

Sólheimar voru stofnaðir árið 1930 af Sesselju H. Sigmundsdóttur. 

Þann 5. júlí komu fyrstu börnin á Sólheima, börn sem voru munaðarlaus eða bjuggu við erfiðar aðstæður.  Fyrsta fatlaða barnið kom á Sólheima árið 1931 og hófst þá einstakt starf á heimsvísu með samskipan fatlaðra og ófatlaðra. 

Sesselja fæddist þann 5 júlí árið 1902 og lést árið 1974.

Alþjóðlegt samfélag

Á Sólheimum býr fjöldi erlendra einstaklinga.

Starfsnemar og sjálfboðaliðar koma víða að úr heiminum og dveljast frá 3 og upp í 12 mánuði.

Sjálfboðaliðahópar koma og dveljast í 2 vikur í senn yfir sumarmánuðina.

Háskóli fyrir bandaríska nemendur er rekinn í Sesseljuhúsi að vori og hausti.

Íslandsgangan

Íslandsganga Reynis Péturs var tímamótaviðburður á Íslandi.

Ganga Reynis markaði tímamót í sögu Sólheima og í málefnum fatlaðra á Íslandi.

Íslandsgangan hófst á Selfossi þann 25. maí árið 1985 og lauk göngunni 32 dögum og 1.417 km seinna.

Heimsókn til Sólheima

Sólheimar eru opið samfélag.

Íbúar Sólheima leggja metnað sinn í að taka vel á móti gestum og eru allir velkomnir í heimsókn.

Hvernig væri að skoða hvað er á döfinni og taka þátt í því sem er í boði, vera hjá okkur yfir nótt í gistihúsi eða bara koma í heimsókn, fá sér kaffi og ganga um fallegt byggðarhverfi?

Lífræn ræktun

Upphaf lífrænnar ræktunar á Norðurlöndum er á Sólheimum.

Á Sólheimum er lífrænt vottuð garðyrkjustöð, skógræktarstöð, trjásafn og vottuð eggjaframleiðsla.

Bakarí og matvinnsla Sólheima eru með lífræna vottun, auk þess sem kaffihúsið Græna kannan hefur aðeins á boðstólnum veitingar úr lífrænt vottuðu hráefni.

Sesseljuhús

Sesseljuhús umhverfissetur er fræðslusetur um umhverfismál og sýningarhús um sjálfbærar byggingar. 

Í Sesseljuhúsi fer fram alhliða fræðsla um umhverfismál auk þess sem þar eru haldin málþing, fundir og námskeið.  

Í húsinu er afbragðs aðstaða til funda-, námskeiðs- og ráðstefnuhalds.

Sólheimakirkja

Öflugt og fjölbreytt starf er í Sólheimakirkju.

Guðsþjónustur eru annan hvern sunnudag allt árið.

Kirkjuskóli er á Sólheimum.

Tónleikar eru reglulega í kirkjunni.

Prestur Sólheima er Sr. Sveinn Alfreðsson.

Íslandsmót í Bocca, Vestmannaeyjum 2018

Íþróttafélagið Gnýr Sólheimum sendi 8. keppendur til Vestmannaeyja ásamt þjálfara …

Íslandsmeistari í Svarta Pétri árið 2018 er Sigurður Thomsen

Íslandsmeistaramótið í Svarta Pétri var haldið í Grænu könnunni 22. …

Sólheimahlaupið, Frískir Flóamenn og Framfarabikarinn

Laugardaginn 22. september s.l. komu Frískir Flóamenn til okkar og …

Friðarhlaupið og kyndilberi friðar 2018

 

Við áttum yndislega og hjartnæma stund …
Íslandsmót í Bocca, Vestmannaeyjum 2018
Íslandsmeistari í Svarta Pétri árið 2018 er Sigurður Thomsen
Sólheimahlaupið, Frískir Flóamenn og Framfarabikarinn
Friðarhlaupið og kyndilberi friðar 2018
 
 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is